Um

Á síðustu árum hefur verið unnið að ýmsum rannsóknum á tengslum landnotkunar og líffræðilegrar fjölbreytni við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi. Viðfangsefnið er oftar en ekki mófuglar en Íslendingar bera alþjóðlega ábyrgð á mófuglastofnum vegna fjölda þeirra hérlendis.

Miðað við yfirstandandi og fyrirsjáanlegar breytingar á landnotkun og náttúrufari á Íslandi er mjög líklegt að þrengja muni verulega að mófuglastofnum í náinni framtíð. Því var ráðist í að taka saman upplýsingar um vernd og líffræði mófugla svo þær mættu nýtast þeim sem vilja stuðla að náttúruvernd. Gert er ráð fyrir að síðan verði uppfærð eftir því sem nýjar niðurstöður liggja fyrir. Einnig hafa farið fram viðamiklar rannsóknir á mófuglum erlendis og vitnað er til slíkra þar sem þær þykja varpa ljósi á líf mófugla hérlendis.

Rannsóknirnar voru styrktar af:

  • Rannís
  • Rannsóknasjóði Háskóla Íslands
  • Doktorssjóði Háskóla Íslands
  • Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups
  • Landgræðslunni
  • Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar
  • Orkurannsóknasjóði
  • Kvískerjasjóði
  • Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands

Vitna skal til síðunnar á eftirfarandi hátt:

Lilja Jóhannesdóttir, Aldís Erna Pálsdóttir, Jennifer A. Gill, José A. Alves, Böðvar Þórisson og Tómas Grétar Gunnarsson. (2023). Mói – vefur um líffræði og vernd mófugla á Íslandi. moi.hi.is

Síðan er í mótun og uppbyggilegar ábendingar um efni hennar eru vel þegnar. Þær ættu að sendast á tomas@hi.is