Sumarhús
Sumarhús
Sumarhús þurfa að uppfylla ýmsar kröfur þeirra sem þau reisa. Oftar en ekki eru óskir um að þau séu reist á vel grónu landi og staðsett þar sem lítið er um önnur mannvirki.
Sumarhús og annað sem þeim fylgir (t.d. vegir, pallar, bílastæði) eru því oft sett í opin búsvæði á láglendi Íslands sem hafa fram til þessa verið mikilvæg varpsvæði mófugla. Þetta mun minnka mögulegt varpsvæði þessara fugla og getur auk þess haft áhrif á fugla í næsta umhverfi en ný íslensk rannsókn sýnir að þegar eitt hús var staðsett í opnu búsvæði var þéttleiki fugla af ákveðnum tegundum allt að 75% lægri í 200 m radíus, og þeim fækkaði enn frekar eftir því sem húsunum fjölgaði. Þessi fækkun gæti stafað af truflun vegna umferðar bíla eða fólks, breytinga á búsvæði, s.s. trjáræktar (sjá að ofan) eða afráni.
Mynd 1: Meðaléttleiki fugla af sjö tegundum á punktum sem hafa 0-35 hús (skipt í fjóra flokka). Hver punktur er 12,5 ha. Skógarþresti fjölgar með fjölda húsa, hrossagaukur sýnir engin áhrif en hinum fimm tegundunum fækkar marktækt.
Heimildir
Chace, J. F., & Walsh, J. J. (2006).Urban effects on native avifauna: a review.Landscape and Urban Planning, 74(1), 46-69. https://doi.org/10.1016/j.landurbplan.2004.08.007
EEA. (2018). Corine land cover. Land cover and change statistics 2000-2018. Retrieved 07. march from https://www.eea.europa.eu/data-and-maps/dashboards/land-cover-and-change-statistics
Miller, J. R., Fraterrigo, J. M., Hobbs, N. T., Theobald, D. M., & Wiens, J. A. (2001). Urbanization,avian communities,and landscape ecology. In Avian Ecology and Conservation in an Urbanizing World. Springer. https://doi.org/https://doi.org/10.1007/978-1-4615-1531-9_6
Pálsdóttir, A. E. (2022). Effects of land conversion in sub-arctic landscapes on densities of ground-nesting birds (Publication Number ISBN: 978-9935-9647-8-6) University of Iceland]. Reykjavík. https://opinvisindi.is/handle/20.500.11815/3293?show=full