Skógrækt
Skógrækt
Skógrækt getur verið gagnleg en þó er mikilvægt að hafa í huga að fæstar tegundir íslenskra mófugla verpa í skógum og því hefur gróðursetning trjáa neikvæð áhrif á varp flestra mófugla. Auk þess að verpa ekki í skógum hafa rannsóknir, bæði íslenskar og erlendar, sýnt að flestar þessara tegunda finnast í lægri þéttleika nær skógum en fjær, ef frá eru taldir skógarþröstur og hrossagaukur.
Mynd 1: Þéttleiki fugla í kringum skóga ásamt staðalskekkju. Aðhvarfslína ásamt staðalskekkju (gráa svæðið) sýnd fyrir þær tegundir sem sýndu marktæka fylgni við fjarlægð frá skógi. Skógarþröstur og hrossagaukur voru algengari nær skógum en heiðlóa, jaðrakan, spói, lóuþræll og tjaldur voru algengari fjær skógum.
Þessi áhrif nefnast jaðaráhrif. Ekki er vitað hvað veldur þeim, en mögulega tengjast þau skertu útsýni fyrir varpfugla eða breyttu afránsmynstri. Afleiðingar þessara jaðaráhrifa geta verið töluverðar, en grafið að neðan sýnir fjölda fugla sem tapa búsvæði sínu ef sama flatarmál af skógi (1000 ha) er gróðursett sem 1 reitur og upp í 1000 reiti sem hver eru 1 ha.
Ef skógrækt er fyrirhuguð er fallega gert að skipuleggja hana með því móti að hún lágmarki áhrif á þessar tegundir sem verpa á jörðu niðri. Þetta er hægt að gera með því að velja t.d. svæði þar sem lítið fuglalíf er fyrir og gróðursetja færri stóra reiti frekar en litla dreifða reiti.
Einnig eru vísbendingar um að mófuglar verpi síður í halla og skógrækt í brekkum og hlíðum ætti því að jafnaði að hafa minni neikvæð áhrif á mófugla en skógrækt á flötu landi.
Mynd 2: Meðalfjöldi fugla sem tapar búsvæðum sínum þegar 1000 ha af skógi eru gróðursettir á láglendi Íslands, byggt á rannsókn sem gerð var sumarið 2017. Búsvæðin sem talið var í voru ríkt og rýrt mólendi, graslendi, hálfdeigja og votlendi. Fjöldi fugla sem tapar búsvæðum sínum tvöfaldast ef skógurinn er gróðursettur í 50 reitum (20 ha hver) og tífaldast sé hann gróðursettur í 1000 reitum (1 ha hver) samanborið við einn 1000 ha reit. Þessi aukning er að öllu leyti tilkomin vegna jaðaráhrifa.
Heimildir
Amar, A., M. Grant, G. Buchanan, I. Sim, J. Wilson, J. W. Pearce‐Higgins, and S. Redpath. (2011).Exploring the relationships between wader declines and current land‐use in the British uplands. Bird Study 58:13-26.
Avery, M. I., and R. H. Haines-Young. (1990). Population estimates for the dunlin Calidris alpina derived from remotely sensed satellite imagery of the Flow Country of northern Scotland.Nature 344:860-862.
Douglas, D. J. T., P. E. Bellamy, L. S. Stephen, J. W. Pearce–Higgins, J. D. Wilson, and M. C. Grant. (2014). Upland land use predicts population decline in a globally near-threatened wader. >Journal of Applied Ecology 51:194-203.
Gunnarsson, T. G., J. A. Gill, G. F. Appleton, H. Gíslason, A. Gardarsson, A. R. Watkinson, and W. J. Sutherland. (2006). Large-scale habitat associations of birds in lowland Iceland: Implications for conservation. Biological Conservation 128:265-275.
Halldórsson, G., E. Oddsdottir, and B. Sigurdsson. (2008). AFFORNORD Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development. The Nordic Council of Ministers.
Hancock, M. H., M. C. Grant, and J. D. Wilson. (2009). Associations between distance to forest and spatial and temporal variation in abundance of key peatland breeding bird species. Bird Study 56:53-64.
Hancock, M. H., D. Klein, and N. R. Cowie. (2020). Guild-level responses by mammalian predators to afforestation and subsequent restoration in a formerly treeless peatland landscape. Restoration Ecology 28:1113-1123.>
Holmes, G. I., L. Koloski, and E. Nol. (2020). Nest-site selection of a subarctic-breeding shorebird: evidence for tree avoidance without fitness consequences. Canadian Journal of Zoology 98:573-580.
Kaasiku, T., R. Rannap, and P. Männil. (2022).Predation-mediated edge effects reduce survival of wader nests at a wet grassland-forest edge.Animal Conservation n/a.
Ławicki, Ł., P. Wylegała, A. Batycki, Z. Kajzer, S. Guentzel, M. Jasiński, R. Kruszyk, S. Rubacha, and M. Żmihorski. (2011).Long-term decline of the grassland waders in Western Poland. Vogelwelt 132:101-108.
Pálsdóttir, A. E., J. A. Gill, J. A. Alves, S. Pálsson, V. Méndez, H. Ewing, and T. G. Gunnarsson. (2022). Subarctic afforestation: Effects of forest plantations on ground-nesting birds in lowland Iceland. Journal of Applied Ecology 59:2456-2467.
Stroud, D., T. M. Reed, and N. J. Harding. (2009). Do moorland breeding waders avoid plantation edges? Bird Study 37:177-186.
Tamis, W. L. M., and P. Heemskerk. (2020). A longitudinal study of the effects of trees, geese and avian predators on breeding wader meadow birds: the case of the Demmerik polder, the Netherlands. European Journal of Wildlife Research 66:78.
Wilson, J. D., R. Anderson, S. Bailey, J. Chetcuti, N. R. Cowie, M. H. Hancock, C. P. Quine, N. Russell, L. Stephen, D. B. A. Thompson, and C. Elphick.(2014). Modelling edge effects of mature forest plantations on peatland waders informs landscape-scale conservation. Journal of Applied Ecology 51:204-213.
Żmihorski, M., D. Krupiński, D. Kotowska, J. Knape, T. Pärt, P. Obłoza, and Å. Berg. (2018).Habitat characteristics associated with occupancy of declining waders in Polish wet grasslands.Agriculture, Ecosystems & Environment 251:236-243.