
Skógrækt getur verið gagnleg en þó er mikilvægt að hafa í huga að fæstar tegundir íslenskra mófugla verpa í skógum og því hefur gróðursetning trjáa neikvæð áhrif á varp flestra mófugla. Auk þess að verpa ekki í skógum hafa rannsóknir, bæði íslenskar og erlendar, sýnt að flestar þessara tegunda finnast í lægri þéttleika nær skógum en fjær, ef frá eru taldir skógarþröstur og hrossagaukur.