
Vegir geta haft áhrif á mófugla, sérstaklega þar sem umferðarhraði er mikill. Vegir eru oft settir í gegnum opin búsvæði þar sem þéttleiki mófugla er mikill og breyta þannig búsvæðum þeirra auk þess sem árekstrar fugla við bíla eru algengir.
Talið er að hraði bíla geti gegnt lykilhlutverki þar sem fuglarnir hafa ekki snerpu til að forða sér undan bíl sé hann kominn á mikinn hraða. Íslensk rannsókn frá 2018-2019 sýndi að þéttleiki algengustu tegundanna í íslenskum úthaga var lægri nálægt vegum heldur en lengra frá þeim (Mynd 1).