Vegir
Vegir
Vegir geta haft áhrif á mófugla, sérstaklega þar sem umferðarhraði er mikill. Vegir eru oft settir í gegnum opin búsvæði þar sem þéttleiki mófugla er mikill og breyta þannig búsvæðum þeirra auk þess sem árekstrar fugla við bíla eru algengir.
Talið er að hraði bíla geti gegnt lykilhlutverki þar sem fuglarnir hafa ekki snerpu til að forða sér undan bíl sé hann kominn á mikinn hraða. Íslensk rannsókn frá 2018-2019 sýndi að þéttleiki algengustu tegundanna í íslenskum úthaga var lægri nálægt vegum heldur en lengra frá þeim (Mynd 1).
Mynd 1: Þéttleiki fugla af átta algengustu tegundunum (saman og hver í sínu lagi) við vegi á láglendi. Aðhvarfslína með staðalskekkju er sýnd fyrir tegundir sem sýndu marktæka breytingu í þéttleika með fjarlægð frá vegi, en þær fundust allar í lægstum þéttleika nær vegum og fjölgaði eftir því sem fjær dró.
Heimildir
Benítez-López, A., Alkemade, R., & Verweij, P. A. (2010). The impacts of roads and other infrastructure on mammal and bird populations: A meta-analysis. Biological Conservation, 143(6), 1307-1316. https://doi.org/10.1016/j.biocon.2010.02.009
Grilo, C., Koroleva, E., Andrášik, R., Bíl, M., & González-Suárez, M. (2020). Roadkill risk and population vulnerability in European birds and mammals. Frontiers in Ecology and the Environment, 18(6), 323-328. https://doi.org/10.1002/fee.2216
Pálsdóttir, A. E. (2022).Effects of land conversion in sub-arctic landscapes on densities of ground-nesting birds(Publication Number ISBN: 978-9935-9647-8-6) University of Iceland]. Reykjavík. https://opinvisindi.is/handle/20.500.11815/3293?show=full
Seiler, A. (2001). Ecological effects of roads: a review. Swedish University of Agricultural Sciences Uppsala.