
Mikilvægi viðhalds á opnu landslagi
Vaðfuglar eru fuglar opins lands og tilvist þeirra veltur á viðhaldi þess. Íslenskt landslag hefur í gegnum aldirnar mótast af landnýtingu og náttúruöflum. Samspil þessara þátta hefur mótað opin og skóglaus búsvæði sem henta mófuglum vel og þessi sérstaða Íslands endurspeglast í stórum varpstofnum mófugla. Að viðhalda landi opnu er skýlaus grunnforsenda fyrir því að halda í nær alla mófuglastofna.