
Afleiðing aukinnar ræktunar og mótaðgerðir
Aðspurðir segjast íslenskir bændur almennt stefna á að auka flatarmál ræktaðs lands á komandi árum. Slík aukning mun óhjákvæmilega hafa áhrif á landslag íslenskra sveita og breyta aðgengi fugla að nauðsynlegum auðlindum.Yfirgnæfandi meirihluti bænda telur þó mikilvægt að hafa ríkt fuglalíf á landi sínu og yfir helmingur segist taka tillit til fugla þegar þeir skipuleggja landnotkun. Hér hafa því verið teknar saman nokkrar mótvægisaðgerðir til að lágmarka áhrif landbúnaðar á varpfugla.
Aðgerðir
- Skilja eftir stykki af óræktuðu landi á milli ræktaðra spildna. Því stærri því betra en það munar um allt í þessu efni
- Haga slætti þannig að hann hafi sem minnst áhrif á verpandi fugla
- Skilja eftir óslegna kanta við skurði og girðingar
- Láta tjarnir óhreyfðar og búa jafnvel til nýjar