Búsvæði

Image
Jaðrakan við tjörn

Búsvæði

Flestir mófuglar verpa á láglendi en sumar tegundirnar verpa líka í nokkrum mæli á hálendinu. Í töflunni að neðan sést hlutfall tegunda sem verpur ofan 300 metra yfir sjávarmáli og neðan. 

Image
Hlutfall af hverri tegund sem verpir í láglendi og hálendi

Vaðfuglar sækja í mismunandi búsvæði en rannsókn sem unnin var á láglendi Suðurlands sýndi að blautari búsvæðin hafa að meðaltali hærri þéttleika mófugla. Engu að síður eru öll búsvæðin mikilvæg fyrir einhverjar tegundir og sumar reiða sig á þurrari búsvæði. Því er mikilvægt að öll búsvæði séu tekin til greinar þegar kemur að verndarsjónarmiðum.

Image
Þéttleiki tegunda í mismunandi búsvæðagerðum.

Mynd 1: Þéttleiki vaðfugla eftir búsvæðum. Þó svo að heildarþéttleiki mófugla sé hæstur í votlendi er mismunandi eftir tegundum hvaða búsvæði er mikilvægast, sem dæmi má nefna heiðlóu sem finnst í hæstum þéttleika í rýru mólendi sem hefur minni gróðurþekju en hin búsvæðin.

Heimildir

Jóhannesdóttir, L., Arnalds, Ó., Brink, S., & Gunnarsson, T. G. (2014). Identifying important bird habitats in a sub-arctic area undergoing rapid land-use change. Bird Study, 61(4), 544-552. https://doi.org/10.1080/00063657.2014.962481

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage (2016). Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s.

Gisladottir, F. O., Brink, S. H., & Arnalds, O. (2014). Nytjaland (Icelandic Farmland Database).

Jóhannesdóttir, L., Gill, J. A., Alves, J. A., & Gunnarsson, T. G. (201X). Icelandic meadow breeding waders: status, threats and conservation challanges.

Schmalensee, M. v., Skarphéðinsson, K. H., Vésteinsdóttir, H., Gunnarsson, T. G., Hersteinsson, P., Arnþórsdóttir, A. L., Arnardóttir, H., & Hauksson, S. B. (2013). Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra.

Thorup, O. (2004). Breeding waders in Europe 2000. In International Wader Studies (Vol. 14). Thetford: Wader Study Group.