
Alþjóðalegir umhverfissamningar er lúta að vernd mófugla
Samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf, hér eftir nefndur Ramsar-samningurinn (Convention on Wetlands of International Importance Especially as Waterfowl Habitat, aðild 1977) var gerð árið 1971.
- Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity, aðild 1994) var undirbúinn í tengslum við Ríó-ráðstefnuna 1992 og lagður fram til undirritunar á ráðstefnunni. Íslendingar gerðust aðilar að honum tveimur árum síðar.
- Samningur um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu, oft nefndur Bernarsamningurinn (Convention on the Conservation of European Wildlife and Natural Habitats, aðild 1993) er frá 1979.
- Samningur um verndun afrísk-evrasískra sjó- og vatnafugla (The African-Eurasian Migratory Waterbird Agreement, aðild 2013) er frá 1995.
Ítarlega umfjöllun um tengsl alþjóðlegra umhverfissamninga og dýraverndar má finna í skýrslunni: