
Vaðfuglar eru mjög átthagatryggir og verpa oft á sömu svæðum á hverju ári, sérstaklega ef varpið gengur vel. Því er mikilvægt að reyna að trufla fuglana sem minnst á varptíma og gæta að því, eins og kostur er, að valda ekki afföllum á hreiðrum.
Merkja hreiður
Ef hreiður finnast á malarvegum eða túnum fyrir slátt má auka líkurnar á að eggin klekist með því að sýna aðgát og merkja hreiðrin, til dæmis með steinum eða priki, svo hægt sé að forðast þau.