Vernd hreiðra

Image
Spóaungi

Vernd hreiðra

Vaðfuglar eru mjög átthagatryggir og verpa oft á sömu svæðum á hverju ári, sérstaklega ef varpið gengur vel. Því er mikilvægt að reyna að trufla fuglana sem minnst á varptíma og gæta að því, eins og kostur er, að valda ekki afföllum á hreiðrum. 

Merkja hreiður

Ef hreiður finnast á malarvegum eða túnum fyrir slátt má auka líkurnar á að eggin klekist með því að sýna aðgát og merkja hreiðrin, til dæmis með steinum eða priki, svo hægt sé að forðast þau.

Titill
Merkja hreiður sem finnast við vegi/á túnum

Text

Ef hreiður finnast á malarvegum eða túnum fyrir slátt má auka líkurnar á að eggin klekist með því að sýna aðgát og merkja hreiðrin, t.d. með steinum eða priki, svo hægt sé að forðast þau.

Á myndinni sést sandlóuhreiður sem fannst í vegkanti sumarið 2022. Steinn var settur við það til að vernda gegn umferð og öll eggin klöktust.

Image
Image
Sandlóuhreiður í vegakanti

Húsdýr

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að húsdýr, einkum kettir, geti verið mikilvægir afræningjar á eggjum, ungum og jafnvel fullorðnum fuglum á varptíma. Mikilvægt er og sjálfsögð tillitssemi að takmarka aðgengi þessara dýra að fuglum á varptíma, t.d. með því að leyfa þeim ekki að ganga lausum og halda þeim frá mikilvægum varpsvæðum.

Heimildir

Lepczyk, C. A., Mertig, A. G., & Liu, J. (2004). Landowners and cat predation across rural-to-urban landscapes. Biological Conservation, 115(2), 191-201. https://doi.org/10.1016/S0006-3207(03)00107-1

Loss, S. R., Will, T., & Marra, P. P. (2015). Direct Mortality of Birds from Anthropogenic Causes. Annual Review of Ecology, Evolution, and Systematics, 46(1), 99-120. https://doi.org/10.1146/annurev-ecolsys-112414-054133