Landnotkun

Image
Spói á umferðarskilti

Öll landnotkun hefur í för með sér breytingar á lífsskilyrðum þeirra lífvera sem reiða sig á landið sem á að nýta. Áhrif landnotkunar á lífverur ráðast af umfangi notkuninnar, lífsháttum tegunda og á hversu stóran hluta stofns breytingar verka. Til að lágmarka neikvæð áhrif landnotkunar á lífbreytileika er mikilvægt að huga að þessum þáttum.

Áhrif landnotkunar á lífverur eru breytileg eftir eðli og umfangi. Í samningnum um líffræðilega fjölbreytni sem Íslendingar eru aðilar að, er sérstök áhersla á að þjóðir viðhafi varúð við uppbyggingu atvinnuvega og innviða sem eru þekktir að því að hafa mikil áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Þær gerðir landnotkunar sem þar eru sértaklega tilgreindar eru ræktað land, skógrækt, orkuöflun, flutningskerfi og skipulag þéttbýlis.

Hérlendis er ræktað land umsvifamesta landnotkunin en einnig eru stór svæði nýtt undir byggð og önnur mannvirki, svo sem vegi, sumarhús og raforkumannvirki. Einnig er land í auknum mæli nýtt til skógræktar og undir íþrótta- og útivistarsvæði. Hér á síðunni er hugað að áhrifum nokkurra algengra gerða landnotkunar á íslenska mófugla. 

Image
Stelkur á staur

Heimildir

EEA. (2018).Corine land cover. Land cover and change statistics 2000-2018.Retrieved 07. march from https://www.eea.europa.eu/data-and-maps/dashboards/land-cover-and-change-statistics

Secretariat of the Convention on Biological Diversity. (2000). Sustaining life on Earth: How the Convention on Biological Diversity promotes nature and human well-being (ISBN 92-807-1904-1). https://www.cbd.int/doc/publications/cbd-sustain-en.pdf

Gunnarsson, T. G. (2010).Votlendi og vaðfuglar í ljósi landnotkunar. Náttúrufræðingurinn, 79, 75-86.

Landmælingar Íslands. (2015).Corine.Retrieved 21.03. from https://www.lmi.is/um-landmaelingar/fjarkonnun/corine/

Snorrason, A., Þórsson, J., Guðmundsson, J., Andrésson, K., Jónsson, P. V. K., Einarsson, S., & Hellsing, V. Ú. (2015). National Inventory report 2015: emissions of greenhouse gases in Iceland from 1990 to 2010: submitted under the United Nations Framework convention on climate change and Kyoto Protocol.

Statistics Iceland. (2022).More grassland, forests and settlements. Informed society. https://statice.is/publications/news-archive/environment/land-use-change-for-iceland-1990-2020/