Ræktað land

Image

Ræktað land

Það var ekki fyrr en á 20. öld að landbúnaður á Íslandi færðist frá sjálfsþurftarbúskap samfara aukinni þéttbýlismyndun. Í kjölfar aukinnar vélvæðingar um miðbik aldarinnar jókst flatarmál ræktaðs lands verulega. Í dag er um 2% af flatarmáli Íslands nýtt til ræktunar (7% undir 200 metra yfir sjávarmáli). 

Ræktað land er að finna á öllum láglendissvæðum landsins. Umfang ræktaða landsins er breytilegt eftir landshlutum. Alls staðar er það þó svo að ræktaða landið er innan um önnur minna röskuð búsvæði sem oft eru nýtt til beitar. Íslenskt láglendi einkennist því af fíngerðri mósaík nokkurra búsvæða með lágvöxnum gróðri, sem er ein ástæða þess hve stóra stofna mófugla er hér að finna en þeir geta nýtt sér mismunandi gerðir búsvæða á litlu svæði yfir varptímann.

Nokkrar tegundir mófugla verpa gjarnan á og við landbúnaðarland. Þetta eru einkum þær tegundir vaðfugla sem hafa stærstan hluta stofna sinna í tempraða beltinu en þetta eru tjaldur, jaðrakan og stelkur. Landbúnaðarland er oft frjósamt og með ríkulegri fæðu og gróður þar er fljótsprottinn sem getur hentað tegundum sem fela hreiður sín vel. Það er þó ekki sjálfgefið að þessar tegundir þrífist á landbúnaðarlandi eins og sést vel á stöðu þeirra erlendis. 

Á myndum að neðan sjást útbreiðsla ræktað lands (og annarra búsvæða) á láglendi Suðurlands (unnið úr Nytjalandsgrunni Landbúnaðarskólaháskóla Íslands) og hlutfallsleg dreifing tegunda í þeim búsvæðum.

Image
Hlutfallsleg dreifing tegunda eftir búsvæðum

Mynd 1: Hlutfallsleg dreifing tegunda eftir búsvæðum á varptíma. 

Image
 Dreifing fyrrnefndra búsvæða á láglendi Suðurlands.

Mynd 2: Dreifing fyrrnefndra búsvæða á láglendi Suðurlands. Vel sést hvernig landbúnaðarland myndar fíngerða mósaík með mismunandi gerðum úthaga. Þessi samsetning hentar mófuglum afar vel. Ef útbreiðsla landbúnaðarlands eykst mikið má búast við fjölbreyttum áhrifum á náttúrufar. 

​Víða erlendis er ræktað land ríkjandi í landslagi og með aukinni útbreiðslu ræktaðs lands hefur lífríki orðið fyrir verulegum neikvæðum áhrifum. Holland og England eru dæmi um lönd þar sem mófuglastofnar hafa hrunið vegna breytinga í landbúnaði og aukinnar þaulræktunar.

Landslag á Íslandi er þó enn talsvert frá því að líkjast því sem þekkist þar víða. En líklegt verður að telja að flatarmál landbúnaðarlands á Íslandi eigi eftir að aukast verulega í framtíðinni. Því er mikilvægt að huga vel að því hvernig sú útþensla fer fram til að minnka neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni, þar á meðal mófugla.

Dæmi um neikvæð áhrif þaulræktunar erlendis á lífríki:

  • Búsvæðatap
  • Skordýraeitur
  • Næringarefnatap
  • Ofauðgun búsvæða
  • Setmyndun í vatnakerfum
  • Losun á gróðurhúsalofttegundum

 

Image
Samanburður á Rangárþingi og Norfolk í Bretlandi

Mynd 3: Samanburður á íslenskri og enskri sveit sýnir að íslenskur landbúnaður þekur hlutfallslega minna flatarmál (loftmyndir af Google maps). 

Heimildir

Gunnarsson, T. G., Arnalds, Ó., Appleton, G., Méndez, V., & Gill, J. A. (2015). Ecosystem recharge by volcanic dust drives broad-scale variation in bird abundance. Ecology and Evolution, 5(12), 2386-2396. https://doi.org/https://doi.org/10.1002/ece3.1523

Gunnarsson, T. G., Jóhannesdóttir, L., Alves, J. A., Þórisson, B., & Gill, J. A. (2017). Effects of spring temperature and volcanic eruptions on wader productivity. Ibis, 159(2), 467-471. https://doi.org/10.1111/ibi.12449

Haynes, R., & Naidu, R. (1998). Influence of lime, fertilizer and manure applications on soil organic matter content and soil physical conditions: a review. Nutrient cycling in agroecosystems, 51(2), 123-137.

Jóhannesdóttir, L., Alves, J. A., Gill, J. A., & Gunnarsson, T. G. (2017). Reconciling biodiversity conservation and agricultural expansion in the subarctic environment of Iceland. Ecology and Society, 22(1). http://www.jstor.org/stable/26270057

Jóhannesdóttir, L., Alves, J. A., Gill, J. A., & Gunnarsson, T. G. (2018). Use of agricultural land by breeding waders in low-intensity farming landscapes. Animal Conservation, 21(4), 291-301. https://doi.org/10.1111/acv.12390

Jóhannesdóttir, L., Arnalds, Ó., Brink, S., & Gunnarsson, T. G. (2014). Identifying important bird habitats in a sub-arctic area undergoing rapid land-use change. Bird Study, 61(4), 544-552. https://doi.org/10.1080/00063657.2014.962481

Jóhannesdóttir, L., Gill, J. A., Alves, J. A., Brink, S. H., Arnalds, Ó., Méndez, V., & Gunnarsson, T. G. (2019). Interacting effects of agriculture and landscape on breeding wader populations. Agriculture, Ecosystems & Environment, 272, 246-253. https://doi.org/10.1016/j.agee.2018.11.024

Kleijn, D., Schekkerman, H., Dimmers, W. J., Van Kats, R. J. M., Melman, D., & Teunissen, W. A. (2010). Adverse effects of agricultural intensification and climate change on breeding habitat quality of Black-tailed Godwits Limosa l. limosa in the Netherlands. Ibis, 152(3), 475-486. https://doi.org/10.1111/j.1474-919X.2010.01025.x

Rural Payments and Services. (2015). Supporting guidance for Corncrake Mown Grassland. Rural Payments and Services. Retrieved 06.04. from https://www.ruralpayments.org/publicsite/futures/topics/all-schemes/agri-environment-climate-scheme/management-options-and-capital-items/corncrake-mown-grassland/guidance-for-corncrake-mown-grassland#80240

Sigurðardóttir, H., & Þorvaldsson, G. (1994). Ánamaðkar (Lumbricidae) í sunnlenskum túnum. Icelandic Agricultural Sciences, 8, 9-20.

Sutherland, W. J., Dicks, L. V., Ockendon, N., & Smith, R. K. (2017). What works in Conservation 2017. Open Book Publishers. https://doi.org/http://dx.doi.org/10.11647/OBP.0109